fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Var skilinn eftir á salerni á Gatwickflugvellinum 1986 – Málið leyst að hluta eftir 33 ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar 10 daga gamall drengur fannst einn og yfirgefinn á salerni á Gatwickflugvellinum í Lundúnum þann 10. apríl 1986. Það var starfsmaður í fríhöfninni sem fann hann. Enginn vildi kannast við drenginn sem fékk fljótlega gælunafnið Gary Gatwick af því að flugvallarstarfsmaður gaf honum bangsa, sem var í bol sem á stóð Gary Gatwick, skömmu eftir að hann fannst.

Gary Gatwick var ættleiddur og ólst upp við fyrirtaksaðstæður hjá góðri fjölskyldu og fékk nafnið Steven Hydes.

Steven Hydes skömmu eftir að hann fannst á salerninu.

Þetta dularfulla mál var óleyst í rúmlega þrjá áratugi en nýlega leystist það. Fyrir um 15 árum byrjaði Steven Hydes sjálfur að leita að foreldrum sínum til að fá svör við af hverju hann var skilinn eftir inni á salerninu þennan örlagaríka dag í apríl 1986. Hann tók upp samstarf við sérfræðinga í DNA-rannsóknum og fyrir þremur dögum leystist málið. Sérfræðingarnir gátu með aðstoð erfðatækni fundið bæði föður hans og móður.

Steven með eiginkonu sinni og börnum.

Á Facebook staðfesti Steven Hydes að hann hafi fundið foreldra sína. Því miður er móðir hans látin svo hann nær ekki að hitta hana. Faðir hans er á lífi. Steven Hydes hefur einnig fengið að vita að hann á systkin því bæði faðir hans og móðir eignuðust fleiri börn. Faðir hans og systkin vissu ekki af tilvist hans. í Facebookfærslu sinni segir Steven Hydes að þar sem móðir hans sé látin fái hann aldrei að vita hvað varð þess valdandi að hún valdi að skilja hann eftir á salerninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar