fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Áhrifavaldar settir á svartan lista hjá ASOS

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverslunin ASOS, ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur ákveðið að skera upp herör gegn einstaklingum sem stunda það að kaupa fatnað og skila honum ítrekað aftur. Er þessu meðal annars beint að svokölluðum áhrifavöldum sem sitja fyrir í fötunum og skila þeim aftur.

Í frétt Mail Online kemur fram að þeir sem þetta stunda séu settir á svartan lista hjá fyrirtækinu. Raunar hafa fleiri netverslanir en ASOS tekið upp á þessu, að því er segir í fréttinni, enda kostnaður fyrirtækjanna við að senda og taka á móti sendingum talsverður. Talið er að kostnaður netverslana vegna þessa hlaupi á milljörðum króna á hverju ári.

Barcleycard gerði könnun á þessu í Bretlandi þar sem fram kom að fimmtungur netverslana með fatnað hafi hert reglur hvað þetta varðar á síðustu tólf mánuðum. Þá leiðir könnunin í ljós að þrjú af hverjum tíu ungmennum panti og kaupi föt af netverslunum á borð við ASOS án þess að ætla sér að eiga þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“