fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Er allt á heljarþröm við Persaflóa? Bandaríkjastjórn kallar nær alla Bandaríkjamenn heim frá Írak

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 08:37

Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sent flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln og flotadeild þess til Persaflóa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran fer enn vaxandi. Fyrir stundu tilkynntu bandarísk stjórnvöld að nær allir starfsmenn Bandríkjastjórnar í Írak eigi að yfirgefa landið strax vegna vaxandi spennu í sambandi Íran og Bandaríkjanna.

Spennan í samskiptum ríkjanna hefur farið vaxandi undanfarna daga. Í síðustu viku sögðu bandarísk stjórnvöld að þau hefðu tekið eftir nýjum ógnunum frá Íran og bandamönnum þeirra við Persaflóa sem beinast gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum.

Í morgun sagði æðsti trúarleiðtogi Íran að það væri ekki erfitt verkefni fyrir Írana að auðga úran en það er nauðsynlegt við framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Þetta er nýjasta hótun Írana í deilum þeirra við Bandaríkin vegna kjarnorkuáætlunar þeirra og annarra mála.

Í gær var ráðist á olíuleiðslur í Sádi-Arabíu með fjarstýrðum drónum. Grunur leikur á að samtök hliðholl Írönum hafi verið að verki.

Í gær fluttu bandarískir fjölmiðlar fréttir af því að Bandaríkjastjórn ætli að flytja 120.000 hermenn til Persaflóa vegna yfirvofandi stríðsátaka. Donald Trump, forseti, vísaði þessu á bug en sagði að tugir þúsunda hermanna verði sendi til Persaflóa ef til átaka kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar