fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fékk að reynsluaka 230 milljóna króna bíl – Stakk af og hefur ekki sést síðan

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Þýskalandi leitar nú að ökumanni sem fékk að reynsluaka bifreið í borginni Dusseldorf. Ekki var um neina venjulega bifreið að ræða heldur sjaldgæfan Ferrari sem metinn er á 230 milljónir króna.

Bifreiðin sem um ræðir er rúmlega þrjátíu ára gömul og eru ekki ýkja mörg slík eintök til í heiminum.

Maðurinn sem um ræðir þóttist vera áhugasamur kaupandi en um var að ræða einkasölu. Kaupandinn áhugasami og eigandinn mæltu sér mót á mánudag og skelltu sér í bíltúr. Þegar eigandinn og áhugasami kaupandinn ætluðu að skipta um sæti gaf ökumaðurinn í og stakk af um það leyti sem eigandinn steig út úr bílnum.

Lögreglan hefur nú biðlað til almennings um aðstoð við málið en ekkert hefur sést til bílsins eða ökumannsins síðan á mánudag. Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Ferrari 288 GTO og var hann skráður árið 1985.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar