fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fékk að reynsluaka 230 milljóna króna bíl – Stakk af og hefur ekki sést síðan

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Þýskalandi leitar nú að ökumanni sem fékk að reynsluaka bifreið í borginni Dusseldorf. Ekki var um neina venjulega bifreið að ræða heldur sjaldgæfan Ferrari sem metinn er á 230 milljónir króna.

Bifreiðin sem um ræðir er rúmlega þrjátíu ára gömul og eru ekki ýkja mörg slík eintök til í heiminum.

Maðurinn sem um ræðir þóttist vera áhugasamur kaupandi en um var að ræða einkasölu. Kaupandinn áhugasami og eigandinn mæltu sér mót á mánudag og skelltu sér í bíltúr. Þegar eigandinn og áhugasami kaupandinn ætluðu að skipta um sæti gaf ökumaðurinn í og stakk af um það leyti sem eigandinn steig út úr bílnum.

Lögreglan hefur nú biðlað til almennings um aðstoð við málið en ekkert hefur sést til bílsins eða ökumannsins síðan á mánudag. Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Ferrari 288 GTO og var hann skráður árið 1985.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“