fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lögðu hald á 150.000 lítra af falskri ólífuolíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Pxhere

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska lögreglan lagði nýlega hald á 150.000 lítra af lélegri sólblómaolíu, sem var búið að lita til að hún líktist jómfrúarolíu sem er mun dýrari. Olían átti að stórum hluta að fara á markað í Þýskalandi og á Ítalíu. 20 voru handteknir í tengslum við málið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópulögreglunni Europol. Auk þess að enda á markaði í Þýskalandi og á Ítalíu fór hluti olíunnar á markað í Tékklandi, Hollandi, Spáni og Englandi.

Europol telur að glæpahópurinn hafi haft um átta milljónir evra á ári upp úr þessari svikastarfsemi.

Rannsókn málsins hófst þegar lögreglan fékk veður af að hópur glæpamanna keypti mikið magn sólblómaolíu til að „breyta“ í jómfrúarolíu. Það var gert með því að blanda ýmsum efnum og sojaolíu saman við sólblómaolíuna þannig að hún leit út fyrir að vera jómfrúarolía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?