fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Norskur unglingur játar að hafa myrt 13 ára stúlku – Lögreglan trúir ekki frásögn hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 07:00

Sunniva Ødegård.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára norskur piltur hefur játað að hafa myrt Sunniva Ødegård, 13 ára, síðasta sumar. Hún var á heimleið seint að kvöldi og var að ræða við unnusta sinn í síma, skyndilega heyrði hann hana hrópa: „Fjandinn!“ Meira heyrðist ekki til hennar því sambandið rofnaði. En lögreglan trúir ekki alveg frásögn piltsins af atburðarásinni.

Samkvæmt frétt TV2 segist pilturinn hafa átt samverkamann og hefur nafngreint hann en lögreglan trúir því ekki. Hann hefur því einnig verið ákærður fyrir að hafa borið ljúgvitni sem hefði getað leitt til þess að saklausum manni yrði refsað. Lögreglan hefur ekki heldur getað slegið því föstu af hverju pilturinn myrti Sunniva.

Norska ríkisútvarpið segir að hann hafi við yfirheyrslu sagt að hann hafi ákveðið að myrða einhvern og hafi algjör tilviljun ráðið því að Sunniva varð fórnarlamb hans. Hann hefur játað að hafa slegið hana ítrekað í höfuðið með hamri en áverkarnir voru svo alvarlegir að ekki var hægt að bjarga lífi hennar.

Sólarrhring síðar, þann 29. júlí, mætti hann á lögreglustöðina í Stavanger til að gefa skýrslu sem vitni í málinu. Þegar lögreglan ræddi við hann beindist grunur að honum og var hann handtekinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Réttarhöldin byrja á miðvikudaginn.

Lögmaður fjölskyldu Sunniva, Harald Øglænd, sagði í samtali við TV2 að hún vonist til að pilturinn hljóti þungan dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar