fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Samþykktu ströngustu fóstureyðingalöggjöf Bandaríkjanna – Ekki heimilt að eyða fóstrum eftir nauðgun eða sifjaspell

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 05:59

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn á ríkisþingi Alabama hafa samþykkt ný lög um fóstureyðingar. Samkvæmt þeim verður algjörlega óheimilt að eyða fóstrum í ríkinu nema ef heilsu móðurinnar er stefnt í hættu af meðgöngunni. Ekki verður heimilt að eyða fóstri í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Breytingartillaga, um að heimilt verði að eyða fóstrum í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells, var felld.

BBC skýrir frá þessu. Lögin verða nú send til Kay Ivey, ríkisstjóra úr repúblikanaflokknum, til staðfestingar. Hún hefur ekki skýrt frá afstöðu sinni til laganna en hún er talin vera harður andstæðingur fóstureyðinga.

Andstæðingar fóstureyðinga vona að nýju lögin muni verða til þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki lög um fóstureyðingar til umfjöllunar í kjölfar nýju laganna og breyti dómi sínum frá 1973 sem heimilaði fóstureyðingar í Bandaríkjunum.

Landssamtök kvenna segja bannið „brjóta gegn stjórnarskránni“ og segja það vera „augljósa tilraun til að afla stuðnings við frambjóðendur, sem eru andvígir fóstureyðingum, í komandi kosningum“.

Talskonur ýmissa réttindasamtaka kvenna segja samþykkt laganna vera „svartan dag fyrir konur í Alabama og um allt land“.

Terri Collins, þingmaður repúblikana, segir að lögin kveði á um að barn í móðurkviði sé manneskja.

Bobby Singleton, þingmaður demókrata, sagði að lögin geri „lækna að afbrotamönnum“ og sé tilraun karla til „að segja konum hvað þær eiga að gera við líkama sína“.

Áður en umræður um lagafrumvarpið hófust á þinginu sagði Rodger Smitherman, þingmaður demókrata, að verið væri að segja 12 ára stúlku, sem er barnshafandi eftir nauðgun og sifjaspell, að hún eigi ekkert val.

Lögin ganga mun lengra en sambærileg lög í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Læknar eiga 10 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir tilraun til fóstureyðingar og 99 ára fangelsi ef fóstureyðing tekst. Konu, sem lætur eyða fóstri, verður ekki gerð refsing.

Flutningsmenn frumvarpsins vonast til að tekist verði á um lögin fyrir dómstólum og að þau endi fyrir Hæstarétti. Lokamarkmið þeirra er að fá Hæstarétt til að taka það fyrir og snúa dómi sínum í máli Roe gegn Wade frá 1973 við en samkvæmt honum er réttur kvenna til fóstureyðinga talinn vera varinn af stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í kjölfar útnefninga Donald Trump, forseta, á tveimur íhaldssömum dómurum í réttinn eru andstæðingar fóstureyðinga bjartsýnir á að hafa sigur fyrir Hæstarétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar