fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Stöðvaður með látna eiginkonu sína í framsætinu

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Arizona í Bandaríkjunum stöðvuðu nýlega ökumann bifreiðar fyrir umferðarlagabrot. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það sem var í framsæti bifreiðarinnar; látin eiginkona ökumannsins sem heitir Rodney Puckett og er sjötugur.

Arizona Republic fjallar um þetta óvenjulega mál en í fréttinni kemur fram að þau hjónin hafi verið á ferðalagi þegar eiginkonan, hin 74 ára Linda Puckett, lést.

Rodney sagði að Linda hefði gefið upp öndina á hótelherbergi í Texas stuttu áður. Segist hann ekki hafa séð sérstaka ástæðu til að hætta ferðalagi sínu, þess í stað hafi hann komið líkinu fyrir í framsætinu og spennt beltið, eins og venja er. Svo hafi hann haldið ferðalaginu áfram.

Rodney og Linda gengu í hjónaband árið 2011 og segja bandarískir fjölmiðlar að þau hafi staðið í skilnaði um það leyti sem Linda lést. Lögregla hefur ekki gefið neitt út um það hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað; krufning mun væntanlega skera úr um það.

Rodney á þó í það minnsta yfir höfði sér ákæru fyrir að tilkynna ekki um andlát eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar