fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Austurríska ríkisstjórnin bannar múslimum að bera höfuðklúta í skólum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:57

Höfuðbúnaður sem þessi er bannaður hjá danska hernum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska ríkisstjórnin hefur komið lagafrumvarpi, sem leggur bann við notkun höfuðklúta í grunnskólum, í gegnum þing landsins. Bannið hefur í för með sér að múslimskar stúlkur mega ekki bera hefðbundna höfuðklúta múslimskra kvenna þegar þær eru í skóla.

Deutsche Welle skýrir frá þessu. Lögin voru samþykkt með naumum meirihluta íhaldsflokksins og hins mjög svo hægrisinnaða Frelsisflokks. Þingmenn annarra flokka voru á móti frumvarpinu.

Reiknað er með að látið verði reyna á gildi laganna fyrir stjórnarskrádómstóli landsins. Miklar umræður hafa verið um frumvarpið í Austurríki en í því segir meðal annars að „fatnaður sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði eða trú og er ætlaður til að hylja höfuð“ verði bannaður í grunnskólum.

Ekki er sagt beinum orðum að hér sé átt við höfuðklúta múslima en ríkisstjórnin hefur slegið því föstu að kollhúfur, sem sumir gyðingadrengir bera, eða höfuðfatnaður shíka falli ekki undir lögin.

Stærstu samtök múslima, IGGO, í Austurríki hafa fordæmt lögin og segja þau „skammarleg“ og til þess fallin að auka á klofning í samfélaginu og benda á að „örfáar“ stúlkur beri höfuðklúta í grunnskólum landsins.

Sebastian Kurz, kanslari, telur bannið verða til þess að bæta aðlögun múslima að samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum