fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Austurríska ríkisstjórnin bannar múslimum að bera höfuðklúta í skólum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:57

Höfuðbúnaður sem þessi verður nú bannaður í austurrískum grunnskólum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska ríkisstjórnin hefur komið lagafrumvarpi, sem leggur bann við notkun höfuðklúta í grunnskólum, í gegnum þing landsins. Bannið hefur í för með sér að múslimskar stúlkur mega ekki bera hefðbundna höfuðklúta múslimskra kvenna þegar þær eru í skóla.

Deutsche Welle skýrir frá þessu. Lögin voru samþykkt með naumum meirihluta íhaldsflokksins og hins mjög svo hægrisinnaða Frelsisflokks. Þingmenn annarra flokka voru á móti frumvarpinu.

Reiknað er með að látið verði reyna á gildi laganna fyrir stjórnarskrádómstóli landsins. Miklar umræður hafa verið um frumvarpið í Austurríki en í því segir meðal annars að „fatnaður sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði eða trú og er ætlaður til að hylja höfuð“ verði bannaður í grunnskólum.

Ekki er sagt beinum orðum að hér sé átt við höfuðklúta múslima en ríkisstjórnin hefur slegið því föstu að kollhúfur, sem sumir gyðingadrengir bera, eða höfuðfatnaður shíka falli ekki undir lögin.

Stærstu samtök múslima, IGGO, í Austurríki hafa fordæmt lögin og segja þau „skammarleg“ og til þess fallin að auka á klofning í samfélaginu og benda á að „örfáar“ stúlkur beri höfuðklúta í grunnskólum landsins.

Sebastian Kurz, kanslari, telur bannið verða til þess að bæta aðlögun múslima að samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar