fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Elizabeth borðaði beyglu rétt áður en hún ól barn sitt – Varð til þess að barnið var tekið af henni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:00

Elizabeth og fjölskylda hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir að Elizabeth Dominguez, 29 ára, eignaðist sitt þriðja barn á sjúkrahúsi í Tonawanda í New York ríki kom starfsfólk barnaverndaryfirvalda á sjúkrahúsið og tók nýfædda barnið af henni. Ástæðan: Hún hafði borðað beyglu skömmu fyrir fæðinguna.

Í beyglunni voru valmúafræ sem orsökuðu að í þvagprufu Elizabeth fundust ummerki um ópíóíða. Í kjölfar málsins hefur Elizabeth komið fram í fjölmiðlum til að vara fólk við þessu.

„Ég vil bara að allir viti að þetta getur gerst. Ég vil ekki að þetta komi fyrir aðra.“

Sagði hún í samtali við ABC um málið.

„Það var tekin þvagprufa og ég fékk að vita að hún hefði gefið jákvæða svörun við ópíóíði. Ég hringdi í manninn minn og spurði: „Hvernig getur staðið á þessu?“ Ég nota ekki eiturlyf.“

Eiginmaðurinn spurið hana hvað hún hefði borðað fyrir fæðinguna.

„Ég sagði honum að ég hefði borðað beyglu og smábrauð. Það var það eina. Hann sagði að þetta hlyti að tengjast beyglunni.“

Sagði hún.

Í beyglunni var mikið af valmúafræjum en Elizabeth vissi ekki að þau geta gefið jákvæða svörun við ópíóíði.

Blóðprufur úr barni hennar gáfu enga svörun við ópíóíði en samt sem áður var barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Þegar Elizabeth var útskrifuð tæpum sólarhring eftir fæðinguna varð hún að skilja barnið eftir á sjúkrahúsinu.

Nánari rannsóknir voru gerðar og leiddu þær í ljós að það voru valmúafræin sem höfðu valdið því að þvagsýnið gaf jákvæða svörun við ópíóíði og fékk Elizabeth barnið aftur.

„Þetta var hræðilegt. Mér leið eins og ég væri hræðileg móðir sem yfirgaf barnið. Ég vil bara að allir viti að þetta getur gerst. Þetta er hræðilegt og ég vil ekki að þetta komi fyrir aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug