fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem framkvæmdu húsleit um borð í skipi við höfnina í Moerdijk áttu fótum sínum fjör að launa þegar það byrjaði skyndilega að sökkva. Talið er að sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í því til að eyða sönnunargögnum.

Lögregla hafði fengið ábendingu um að framleiðsla fíkniefna færi fram í umræddu skipi. Grunurinn reyndist á rökum reistur því um borð fann lögregla talsvert magn metamfetamíns, en söluverðmæti efnanna nemur rúmum 4,5 milljónum evra.

Eftir að lögreglumenn fóru um borð fór sjór skyndilega að streyma inn í skipið. Talið er að kveikt hafi verið á þar til gerðum búnaði með fjarstýringu með það fyrir augum að eyða sönnunargögnum.

Í frétt Guardian, sem fjallar um málið, kemur fram að húsleitin hafi farið fram skömmu eftir miðnætti á laugardagskvöld. Skipið sökk að hluta en lögregla telur að engin sönnunargögn hafi farið til spillis. Var sérstökum búnaði – sambærilegur þeim sem notaður þegar olíuleki kemur upp – komið fyrir við skipið til að tryggja að efnin færu ekki út í vistkerfið

Rannsókn á málinu stendur yfir en ekki liggur fyrir hver eða hverjir stóðu að baki verksmiðjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar