fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólki félagsmáladeildar Södertälje í Svíþjóð svelgdist á kaffinu sínu nýlega þegar maður kom akandi þangað á rauðri Ferrari bifreið til að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Hann lagði bifreiðinni fyrir fram skrifstofuna og gekk inn og sótti um fjárhagsaðstoð og ók síðan á brott á bifreiðinni sem er ekki ein af þeim ódýrari á markaðnum.

Sænskir fjölmiðlar skýra frá þessu en málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í Svíþjóð.

Nánari skoðun á málinu leiddi í ljós að maðurinn er ekki skráður eigandi Ferrari bifreiðarinnar en hafði afnot af henni. Anna Flink, yfirmaður félagsmáladeildarinnar, telur að bíllinn sé í eigu svokallaðs „bilmålvakt“ en ekki er hægt að sanna það.

„Bilmålvakt“ er orð sem er notað í Svíþjóð yfir fólk sem fellst á að láta skrá sig sem eigendur að bíl eða bílum þrátt fyrir að eiga þá ekki. Með því að gera þetta svona getur eigandi bílsins komist hjá því að greiða skatta og gjöld af bílnum því það er skráður eigandi, „bilmålvakten“ sem ber ábyrgð á greiðslu þeirra. Sá greiðir þessi gjöld ekki og þar með verður ríkið af háum fjárhæðum.

Fyrir þremur árum sýndu opinberar tölur að bíleigendur skulduðu ríkinu sem svarar til tæplega 25 milljarða íslenskra króna í skatt og önnur gjöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni