fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

„Mjög mikilvægt, hjálpið mér að velja – Líf eða dauði?“ 16 ára stúlka tók eigið líf eftir atkvæðagreiðslu á Instagram

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mjög mikilvægt, hjálpið mér að velja: Líf eða dauði?“ Þessari spurningu varpaði 16 ára malasísk stúlka fram á samfélagsmiðlinum Instagram á mánudaginn til fylgjenda sinna. Margir greiddu atkvæði og meirihlutinn sagði dauði og það hafði alvarlegar afleiðingar. Nokkrum klukkustundum eftir að stúlkan birti færsluna hoppaði hún fram af þaki byggingar í Sarawak í Malasíu.

Lögreglan segir að þegar hún gerði það hafi 69 prósent, þeirra sem greiddu atkvæði, merkt við „dauða“. Þegar atkvæðagreiðslunni lauk 24 klukkustundum síðar var niðurstaðan allt önnur, þá höfðu 88 prósent fylgjenda stúlkunnar merkt við „líf“. En það var um seinan. Stúlkan hafði tekið ákvörðun um að velja dauðann hefur Sky eftir Aidil Bolhassan, lögreglustjóra. Hann telur að flestum fylgjenda hennar hafi brugðið svo við að heyra um hinar skelfilegu afleiðingar atkvæðagreiðslunnar að þeir hafi farið inn á Instagram og kosið „lífið“. Yfirvöld hafa nú krafist frekari rannsóknar á málinu. Vitað er að stúlkan hafði glímt við þunglyndi.

Því miður er þetta mál ekki einsdæmi. Á heimsvísu eru mörg dæmi um ungar stúlkur og drengi sem hafa valið að taka eigið líf eftir að hafa fengið innblástur þar um á netinu eða verið hvött til þess á samfélagsmiðlum eða öðrum netmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?