fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Tveggja ára drengur stakk af á sunnudag – Svo komu fréttirnar sem allir höfðu beðið eftir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var komið nokkuð fram á kvöld á sunnudag þegar Elden Howard og tveggja ára sonur hans voru að stússast í garðinum við heimili þeirra í óbyggðum Kentucky í Bandaríkjunum.

Þegar Elden fór að gá að þeim litla komst hann að því, sér til mikillar skelfingar, að pilturinn, Kenneth Howard, væri horfinn. Elden leitaði bæði inni og úti en allt kom fyrir ekki; sá stutti var horfinn.

Það var ekki fyrr en í gær, tæpum þremur dögum eftir hvarfið, að Kenneth fannst á lífi og það nokkuð fjarri heimilinu. Hann hafði einfaldlega ráfað í burtu frá heimilinu.

Í frétt ABC kemur fram að aðstæður í nágrenninu séu ekki ýkja skemmtilegar; stórgrýtt og mikið um hóla og hæðir. Þrátt fyrir að tæpir þrír dagar væru liðnir frá hvarfinu var Kenneth við þokkalega heilsu. Hann var þó fluttur á sjúkrahús vegna vökvaskorts.

Elden segist hafa verið himinlifandi þegar hann fékk fréttirnar um að drengurinn væri fundinn. „Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá mynd af honum. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar