fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vísindamaður fékk dularfulla gjöf fyrir fimm árum – Niðurstöður rannsóknarinnar á henni eru hrollvekjandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 05:59

Gjöfin undarlega. Mynd: John T. Consoli, University of Maryland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum fékk eðlisfræðingurinn Timothy Koeth, sem er prófessor við Maryland háskólann í Bandaríkjunum,  óvenjulega afmælisgjöf. Það var lítill kubbur á stærð við hönd. Með honum fylgdu skilaboð: „Úr kjarnakljúfinum sem Hitler reyndi að smíða. Gjöf frá Ninninger.“

Koeth og Miriam Hiebert, doktorsnemi, hófust handa við að rannsaka kubbinn sem reyndist innihalda úran. Í maíútgáfu vísindaritsins Physics Today skýra þau frá niðurstöðum rannsókna sinna.

Kubburinn vegur um fimm kíló og segir dökka sögu þýsku kjarnorkuáætlunarinnar. Auk þess að rannsaka kubbinn köfuðu Koeth og Hiebert ofan í gamlar skjalageymslur til að reyna að grafa upp hversu langt Þjóðverjar hefðu verið komnir með kjarnorkuáætlun sína. Vitað var að Þjóðverjum hafði tekist að verða sér úti um úran og það kom því ekki á óvart. En það sem kom á óvart var hversu margir kubbar eins og þessi fundust víða í Þýskalandi að síðari heimsstyrjöldinni lokinni.

Þau komust einnig að því að Þjóðverjar hefðu gert fleiri tilraunir með byggingu kjarnakljúfa en þá þekktustu í Haigerlock í norðausturhluta landsins. En það mest hrollvekjandi sem þau komust að er að Þjóðverjar hefðu hugsanlega getað lokið við smíði kjarnakljúfs ef þeir hefðu viðhaft aðrar aðferðir.

„Ef Þjóðverjar hefðu beint kröftum sínum á einn stað í stað þess að halda þeim aðskildum eins og keppinautum hefðu þeim hugsanlega tekist að smíða kjarnakljúf.“

Er haft eftir Miriam Hiebert í fréttatilkynningu. Hún segir jafnframt að stærsti munurinn á kjarnorkuáætlunum Bandaríkjanna og Þýskalands hafi verið uppbygging áætlananna. Í Þýskalandi nasista var tilraunastofunum dreift víða um land en í Bandaríkjunum var öllu safnað saman á einn stað í hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Ef Þjóðverjum hefði tekist að smíða kjarnakljúf gæti heimsmyndin í dag verið allt önnur en við þekkjum en auðvitað verður aldrei hægt að segja til um það.

Rannsóknir á kubbinum leiddu í ljós að engin merki voru um kjarnasundrun. Ef Þjóðverjum hefði tekist að auðga úran þá áttu þeir ekki nægilega mikið af því til að geta gert mjög öfluga kjarnorkusprengju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“