fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Straumhvörf í Asíu – Taívan heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 08:39

Stór dagur í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Taívan samþykktu í dag að heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband fyrst ríkja í Asíu. BBC segir frá.

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fóbíum í garð hinsegin fólks og því táknrænn dagur fyrir samþykkt frumvarpsins. Um er að ræða gríðarlegan sigur fyrir baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks í Taívan, en baráttan fyrir hjónaböndum samkynhneigðra hefur staðið um árabil.

Þetta frumvarp var þó ekki samþykkt þrautalaust því Íhaldsmenn hafa reynt að breyta frumvarpinu síðustu mánuði á þá leið að hjónaband samkynhneigðra yrði ekki formlegt heldur að samkynhneigðir myndu frekar gera sáttmála sín á milli. Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir að þessar breytingartillögur fengu brautargengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af