fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. maí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru 300 líkamsvefir úr fórnarlömbum nasista jarðsettir í Berlín. Það voru borgaryfirvöld sem stóðu fyrir þessu til að heiðra minningu hinna látnu. Vefirnir voru úr fólki sem nasistar tóku af lífi vegna pólitískra skoðana þess. Líkamsvefirnir fundust í dánarbúi Hermanns Stieve, læknis og prófessors við Charité-háskólasjúkrahúsið. Hann lést 1952 en ættingjar hans uppgötvuðu þetta vefjasafn fyrir þremur árum.

 

Hermann Stieve
Þýskur líffærafræðingur.

184 lík

Stieve starfaði með nasistum til að fá lík hjá þeim til rannsókna. Hann fékk 184 lík frá þeim, aðallega kvenmannslík, lík fólks sem var tekið af lífi vegna pólitískra skoðana. Líkamsvefirnir voru geymdir í litlum svörtum kössum á heimili Stieve og voru sumir þeirra merktir með nafni. Þegar líkamsvefirnir fundust voru þeir afhentir Charité-háskólasjúkrahúsinu. Það fól síðan minningarmiðstöð þýsku andspyrnuhreyfingarinnar að rannsaka sögu þeirra.

Rannsóknin leiddi í ljós að lík fólksins höfðu verið sótt af bílstjóra sem fór með þau til Stieve, stundum bara örfáum mínútum eftir að fólkið var tekið af lífi í Plötzensee-fangelsinu. Stieve krufði síðan líkin og hlutaði í sundur áður en hann brenndi þau og lét hverfa sporlaust. Tæplega 3.000 manns voru tekin af lífi í Plötzensee á valdatíma Hitlers. Fólkið var hálshöggvið eða hengt.

 

Hélt nákvæma skrá

Þrátt fyrir að Stieve hafi losað sig við líkin á leynilegan hátt leyndi hann ekki starfsemi sinni, því hann hélt nákvæma skrá yfir þau og hvað hann gerði við þau. Aðaláherslu lagði hann á að rannsaka æxlunarfæri fólks. Niðurstöður rannsókna hans voru meðal þeirra fyrstu sem bentu til að stress, af völdum þess að hljóta dauðadóm, gæti truflað tíðahring kvenna.

Sum af fórnarlömbunum voru vel þekkt í Þýskalandi, þar á meðal 13 konur úr andspyrnuhreyfingu kommúnista.

Ákveðið var að jarðsetja líkamsvefina því fórnarlömbin voru aldrei jarðsett, og því fengu ættingjar þeirra aldrei neina vitneskju um hinsta hvíldarstað þeirra.

Stieve hafði aðgang að líkum karlmanna, sem voru teknir af lífi, áður en nasistar komust til valda því konur voru ekki teknar af lífi fyrr en Hitler komst til valda. Hann var því byrjaður á verkefni sínu löngu áður en nasistar komust til valda en vílaði ekki fyrir sér að starfa náið með þeim til að fá nægilega mörg lík til að geta stundað rannsóknir sínar. Hann var ekki sóttur til saka fyrir stríðsglæpadómstóli að stríðinu loknu því hann var ekki félagi í nasistaflokknum.

Plöetzensee-fangelsið
Þar sem Stieve fékk líkin.
Mildred Fish Harnack
Eitt af fórnarlömbunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“