fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

4 ára drengur var skilinn eftir í bíl – Hringdi í lögregluna og bjargaði lífi 6 barna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 06:59

Bíllinn sem börnin voru skilin eftir í. Mynd:Charles County Sheriff’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári gerist það að börn gleymast eða eru vísvitandi skilin eftir í bílum á meðan foreldrar þeirra sinna erindum. Sum þessara barna láta lífið af völdum hita þegar þau eru skilin eftir í lokuðum og læstum bílum í sól og steikjandi hita.

Þann 10. maí síðastliðinn fékk lögreglan í Charles sýslu í Maryland í Bandaríkjunum óvænt símtal frá 4 ára dreng og er óhætt að segja að erindi hans hafi verið brýnt. Móðir hans hafði skilið hann eftir í bíl utan við verslunarmiðstöð. Allir gluggar bílsins voru lokaðir og hitinn utanhúss var 26 gráður þennan daginn. Bíllinn stóð í sólinni svo hann var fljótur að hitna.

En drengurinn var ekki einn í bílnum því samkvæmt frétt Fox5 voru 6 börn til viðbótar í honum, öll á aldrinum 2 til 4 ára. Drengurinn, sem hringdi í lögregluna, var elsta barnið í bílnum.

Lögreglan segir að móðir drengsins eigi hann og eitt barn til viðbótar af þeim sem voru í bílnum. Hún hafði fyrirskipað þeim að vera í bílnum á meðan hún færi inn að versla en hafði ekki látið sér detta í hug að þetta gæti stefnt lífi barnanna í hættu.

Lögreglan gat staðsett bílinn í gegnum GPS í síma drengsins og var fljót á vettvang. Í bílnum var aðeins einn barnabílstóll en samkvæmt lögum í Maryland eiga öll börn undir 8 ára aldri að vera í bílstól eða þar til gerðum öryggisbúnaði.

WJLA hefur eftir talsmanni lögreglunnar að börnin hafi verið „hrædd og sveitt“ en hafi ekki þurft á læknishjálp að halda. Talið er að konan hafi verið fjarverandi í 20 mínútur hið minnsta. Hún hefur verið kærð fyrir að stefna lífi barnanna í hættu og á ákæru yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“