fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Drög að nýjum Brexitsamningi fá falleinkunn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smáatriðum úr drögum Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að fjórða skilnaðarsamningi Breta við ESB hefur verið lekið til fjölmiðla. Andstæðingar útgöngu Breta úr sambandinu gefa þessum drögum ekki háa einkunn en skilnaðarsamningurinn sem á að gera úr þeim verður lagður fyrir neðri deild breska þingsins í júní.

The Telegraph birti ýmis atriði úr drögum nýja samningsins í gær. Þar kemur meðal annars fram að ekki á að gera miklar breytingar á tollasamstarfi við ESB eða skipan mála á landamærum Írlands og Norður-Írlands.

Stuðningsfólk Brexit í hennar eigin flokki segit að drögin séu ekkert annað en „endurtekning“ af þeim samningi sem þingið hefur hafnað þrisvar sinnum. May sagði sjálf í gær að nýi samningurinn verði „nýtt og djarft tilboð“. Hann muni höfða breitt til þingmanna og vera betrumbætt útgáfa aðgerða sem geta hlotið breiðan stuðning.

Samkvæmt drögunum mun þingið hafa síðasta orðið þegar kemur að stöðu mála á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þá á þingið að hafa meiri áhrif á viðskiptasamninga framtíðarinnar.

Stuðningsmenn Brexit segja að „hér sé ekkert nýtt á ferð“. Þetta muni ekki hafa nein áhrif á þá sem styðja útgöngu úr ESB og hafa sumir jafnvel sagt að þetta muni hafa þveröfug áhrif.

Á föstudaginn slitnaði upp úr viðræðum Íhaldsflokks May og Verkamannaflokksins um samstarf varðandi Brexit. Stærsta ágreiningsefnið var krafa Verkamannaflokksins um að Bretar kjósi aftur um Brexit en það vill May ekki fallast á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca
Pressan
Í gær

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom
Pressan
Í gær

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt