fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
Pressan

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 05:59

Chateau le Pin Pomerol 2001.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til gestsins sem fyrir mistök fékk flösku af Chateau le Pin Pomerol 2001, sem kostar 4.500 pund, við vonum að þú hafir átt gott kvöld.“

Þetta segir í tísti frá veitingastaðnum Hawksmoor í Manchester á Englandi. Þar urðu þjóni á þau mistök að bera fyrrnefnda vínflösku á borð fyrir gest veitingastaðarins. Sá hafði ekki pantað hana og vissi ekki hversu dýr flaskan er.

4.500 pund svara til um 700.000 íslenskra króna. En sá sem skrifaði tístið á Twitter fyrir veitingastaðinn gleymdi ekki að minnast á þjóninn seinheppna.

„Til þjónsins, sem fyrir mistök bar flöskuna á borð, brostu! Mistök eiga sér stað og við elskum þig samt sem áður!“

Tístin fóru á mikið flug á Twitter og margir hafa lagt orð í belg. Þá hefur verið bent á að viðbrögð veitingastaðarins hafi komið honum til góða markaðslega séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?
Pressan
Í gær

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir
Pressan
Í gær

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi