fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Er farið að þrengja að Donald Trump? Þingmaður repúblikana vill stefna forsetanum fyrir ríkisrétt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 18:00

Donald Trump er vel efnaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Justin Amash, einn af fulltrúadeildarþingmönnum Repúblikana á bandaríska þinginu, telur að Donald Trump, forseti og flokksbróðir hans, hafi hegðað sér þannig að stefna eigi forsetanum fyrir ríkisrétt til embættismissis. Hann er þar með sömu skoðunar og margir þingmenn demókrata.

Amash er fyrsti þingmaður repúblikana sem segir þetta opinberlega. Hann sakar einnig William Bar, dómsmálaráðherra, um að hafa vísvitandi villt um fyrir almenningi í tengslum við innihald og þess sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, segir í skýrslu sinni varðandi tengsl forsetaframboðs Trump við Rússa.

Amash, sem er hluti af mjög íhaldssömum hluta repúblikanaflokksins, The Freedomcaucus, segir í nokkrum tístum að fáir þingmenn hafi lesið skýrslu Mueller. Hann segir að í skýrslunni „sé bent á mörg dæmi um framferði sem geti algjörlega túlkast sem tilraun til að hindra framgang réttvísinnar“.

Margir demókratar eru sama sinnis en leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, Nancy Pelosi, sagði fyrr í mánuðinum að Trump væri að færast nær ríkisrétti. En hún varaði jafnframt við afleiðingum þess að stefna honum fyrir ríkisrétt og sagði að það myndi enn auka á deilurnar í bandarísku samfélagi.

Amash segir að aðeins eigi að virkja ríkisrétt við mjög sérstakar aðstæður.

„En á tíma pólitísks klofnings er ekki hætta á að þingið grípi of oft til slíkra aðgerða. Það er frekar hætta á að það gerist svo sjaldan að ekki sé gripið inn í misnotkun valds.“

Skrifaði hann á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af