fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Kona tilkynnti um yfirstandandi innbrot í nótt – Óvænt sjón mætti fjölmennu lögregluliði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt hringdi kona í lögregluna í Álasundi í Noregi og tilkynnti um yfirstandandi innbrot í Lerstad. Konan sagðist hafa séð fjölda fólks með ljós á höfðinu vera að sniglast í garði nágrannans hefur TV2 eftir talsmanni lögreglunnar.

Konan taldi að innbrotsþjófar væru á ferð og það var til að styrkja grunsemdir hennar að hún sá bíl í nágrenninu.

Lögreglan brást skjótt við og sendi fjölda lögreglumanna á vettvang en þar mætti óvænt sjón lögreglumönnum. Ljósin reyndust vera á sláttuvélmenni sem var að störfum um miðja nótt. Þar var skýringin á ljósaganginum komin.

Talsmaður lögreglunnar sagði að þrátt fyrir að svona hafi verið í pottinn búið að þessu sinni sé mikilvægt að fólk hringi í lögregluna ef það sér eitthvað óeðlilegt og þakkaði hann konunni fyrir árveknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar