fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Trúði ekki eigin augum þegar hún sá hvað besta vinkona hennar gerði

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samantha Robson og Tanya Sellars höfðu verið bestu vinkonur mörg undanfarin ár en óhætt er að segja að slest hafi upp á vinskapinn á dögunum þegar Samantha kom fyrir öryggismyndavél á heimili sínu og sá hvað vinkonan gerði.

Forsaga málsins er sú að Samantha hafði tekið eftir því að peningar áttu það til að hverfa sporlaust af heimilinu. Ekki var um neina smáaura að ræða því alls höfðu rúmar 150 þúsund krónur horfið.

Áður en að þessu kom höfðu Samantha og Tanya orðið svo góðar vinkonur að Samantha lét Tönyu í té lykil að heimili sínu. Það hefði hún betur látið ógert því það var Tanya sem hafði látið greipar sópa.

Eftir að Samantha og eiginmaður hennar komu vélunum fyrir sáu þau þegar Tanya læddist inn, þegar enginn var heima, og rótaði í skúffum. Á einni upptökunni má meðal annars sjá þegar hún fer í veskið hjá átta ára gömlum syni Samönthu.

„Þegar ég horfði á upptökurnar átti ég erfitt með að anda þegar ég sá hver var að verki. Við ætluðum að hittast daginn eftir og fara í göngutúr saman en ég hafði það ekki í mér og sagðist vera veik,“ segir Samantha við breska fjölmiðla.

Samantha fór með upptökurnar til lögreglu og lagði inn kæru. Dómur féll í málinu á síðasta ári og var niðurstaðan skilorðsbundinn fangelsisdómur til tæplega tveggja ára. Samantha tjáir sig nú um málið og hvetur fólk til að skilja ekki peninga eftir á heimili sínu, nema þá í læstum hirslum. Þá segir hún að fólk ætti að huga vandlega að því hverjum það veitir aðgang að heimili sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn