fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Tuttugu árum eftir voðaverkið í Columbine tapaði hann sinni baráttu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. maí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austin Eubanks, einn þeirra sem lifði af skotárásina í Columbine-skólanum vorið 1999, fannst látinn á heimili sínu um helgina. Eubanks faldi sig undir skrifborði á bókasafni skólans þegar tveir nemendur gengu inn og hófu skothríð.

Eubanks var skotinn í handlegginn og fótinn og varð vitni að því þegar besti vinur hans var skotinn til bana.

Eubanks, sem var 17 ára þegar árásin var framin, var nokkuð áberandi á árunum eftir fjöldamorðið. Hann glímdi við ópíóíðafíkn sem rekja mátti til skotárásarinnar og þeirra meiðsla sem hann hlaut.

„Ég fékk mjög sterk verkjalyf strax eftir árásina og ég man að mér fannst tilfinningin góð, því vanlíðanin hvarf eins og dögg fyrir sólu,“ sagði Eubanks eitt sinn í viðtali.

Eubanks gerðist ötull talsmaður gegn fíkniefnum, einkum ópíóðalyfjum sem draga þúsundir Bandaríkjamanna til dauða í hverjum mánuði. Hann hélt fyrirlestra um sína reynslu og var áberandi í forvarnarstarfi lengi vel.

Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans sendi frá sér eftir dauða hans kemur fram að Eubanks hafi þurft að játa sig sigraðan í baráttunni gegn fíkniefnum. Virðist því flest benda til þess að of stór skammtur hafi dregið hann til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af