fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Lögreglukona reyndi að ráða leigumorðingja

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 19:00

Valerie og Isaiah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom á dögunum í veg fyrir að lögreglukonu í New York tækist að ráða leigumorðingja til að drepa eiginmann hennar.

Konan sem um ræðir, hin 34 ára Valerie Cincinelli, fór þess á leit við kærasta sinn, John DiRubba, að hann fyndi leigumorðingja til að koma eiginmanninum fyrir kattarnef.

Í frétt New York Post kemur fram að John hafi farið rakleitt til lögreglu og látið hana vita af áætlunum Valerie. John aðstoðaði síðan lögregluna við rannsókn málsins og það varð til þess að ákæra hefur nú verið gefin út í málinu.

Valerie hafði átt í ástarsambandi við umræddan mann en var á sama tíma gift manni að nafni Isaiah Carvalho. Valerie virðist hafa viljað ryðja Isaiah úr vegi til að hún og John gætu notið þess að vera saman. Ekki nóg með að hún hafi viljað láta myrða Isaiah heldur segir lögregla að hún hafi einnig ætlað að fá leigumorðingja til að drepa fimmtán ára gamla dóttur Johns.

Þetta óvenjulega mál hefur eðlilega vakið talsverða athygli í New York enda ekki á hverjum degi sem lögregluþjónn tengist jafn skuggalegu máli. Valerie var handtekin á föstudag og í frétt New York Post kemur fram að fulltrúi FBI, sem þóttist vera umræddur leigumorðingi, hafi sent Valerie mynd af líki karlmanns. Fulltrúinn sagði að verkinu væri lokið og John væri nú liðið lík.

FBI-fulltrúinn sendi Valerie svo skilaboð þess efnis að hún þyrfti að greiða honum þrjú þúsund dali í viðbót, hátt í 400 þúsund krónur, fyrir að drepa unglingsstúlkuna. Valerie er sögð hafa fallist á það. Verði hún fundin sek fyrir dómi gæti hún átt áratugafangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær veiði í Eystri Rangá

Frábær veiði í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára