fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Settur í fangelsi, vísað úr landi og bannað að koma aftur til Bandaríkjanna – Allt út af þessum smáskilaboðum til kærustunnar

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tuttugu og fjögurra ára Breti, Isaac Roblett, hefur væntanlega ekki grunað að meðfylgjandi smáskilaboð sem hann sendi til kærustu sinnar myndu gera það að verkum að honum yrði stungið í fangelsi, vísað úr landi og bannað að koma aftur til Bandaríkjanna.

Roblett lenti í ótrúlegum ógöngum á dögunum þegar hann hugðist heimsækja kærustu sína sem búsett er í Chicago.

Það var þann 24. apríl síðastliðinn að Roblett gekk inn í flugvélina til Bandaríkjanna. Hann hafði sótt um svokallað ESTA-leyfi, en það gerir fólki kleift að vera í Bandaríkjunum í allt að þrjá mánuði.

Þeir sem hafa komið til Bandaríkjanna kannast eflaust flestir við að fulltrúar útlendingaeftirlitsins eiga það til að spyrja ferðamenn um tilgang ferðarinnar til Bandaríkjanna. Roblett ræddi við einn slíkan sem vildi fá að skoða símann hans og það var þá sem starfsmaðurinn rak augun í umrædd smáskilaboð til kærustunnar, Camilu Iglesia.

Í smáskilaboðunum talar hann um að „flytja“ til hennar og það var nóg til þess að Roblett var handtekinn. Upp var kominn grunur um að Roblett ætlaði sér að dvelja í Bandaríkjunum með ólögmætum hætti. Honum var skutlað í fangaklefa þar sem hann dvaldi í sólarhring áður en hann var sendur aftur upp í flugvél sem flutti hann heim til Bretlands. Svo fékk hann þau skilaboð að hann væri ekki velkominn aftur til Bandaríkjanna.

Parið kynntist þegar Camila var skiptinemi í Bretlandi og höfðu þau ferðast um allan heim saman og Roblett áður heimsótt hana til Bandaríkjanna.

Þó svo að Roblett hafi nú verið meinað að koma aftur til Bandaríkjanna ætlar parið að reyna að halda sambandinu gangandi. Það gæti þó reynst erfitt enda er Camila í leiklistarnámi í Chicago og þá býr fjölskylda hennar öll í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær veiði í Eystri Rangá

Frábær veiði í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn
Pressan
Í gær

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára