fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

22 handteknir í stórri aðgerð Europol

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveir einstaklingar voru handteknir í fimm löndum í síðustu viku í einni stærstu lögregluaðgerð sem Europol hefur farið í.

Mennirnir eru allir grunaðir um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem stunduðu það að smygla fíkniefnum og sígarettum til Bretlands. Peningar sem fengust fyrir sölu efnanna í Bretlandi voru svo fluttir til Póllands þar sem þeir voru þvættaðir og notaðir til fasteignakaupa, meðal annars á Spáni.

Höfuðpaurinn í samtökunum er sagður vera 48 ára Lithái sem var handtekinn á Spáni. Aðrir grunaðir í málinu voru handteknir í Póllandi, Litháen, Bretlandi og Eistlandi.

Þá segir Europol að meðlimir gengisins hafi verið viðriðnir morð, en nánari upplýsingar um þær grunsemdir eru ekki tíundaðar nánar í tilkynningu Europol sem Guardian vitnar til.

Í aðgerðunum lagði lögregla hald á mikið magn peninga en auk þess lúxusbíla, demanta, gullstangir, skartgripi og fíkniefni.

Um 450 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum og voru húsleitir gerðar á yfir 40 stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca
Pressan
Í gær

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom
Pressan
Í gær

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt