fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 18:00

Kjarnorkusprenging

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættan á því að kjarnorkuvopnum verði beitt í hernaði hefur ekki verið meiri frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þetta er mat Renötu Dwan, framkvæmdastjóra rannsóknarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál.

122 þjóðir hafa skrifað undir samkomulag um bann við kjarnavopnum en þrátt fyrir það segir Dwan að meira þurfi til að útrýma hættunni af notkun kjarnavopna. Bendir Renata á að þær þjóðir sem búa yfir kjarnavopnum hafi aukið eða uppfært birgðir sínar á undanförnum árum.

Þá sé áhyggjuefni að Bandaríkjamenn hafi sagt sig frá frá samningi um meðaldrægar kjarnaflaugar sem undirritaður var árið 1987, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Þá veki aukin harka í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, tveggja stærstu efnahagsvelda heimsins, áhyggjum.

Renata segir að allt þetta þurfi að taka alvarlega og þjóðir heimsins þurfi að vera samstíga þegar kemur að ákvörðunum um bann við kjarnavopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af