fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |
Pressan

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Dallas í Bandaríkjunum skoða nú hvort tengsl séu á milli tveggja morða sem framin voru á tveimur transkonum á dögunum. Þá var ráðist á þriðju konuna í apríl síðastliðnum og henni veittir talsverðir áverkar með hnífi.

Málið hefur eðli málsins samkvæmt vakið talsverðan óhug í Bandaríkjunum.

Vincent Weddington, fulltrúi lögreglunnar í Dallas, sagði á blaðamannafundi í gær að ákveðin líkindi væru með þessum þremur málum og því væri ekki hægt að útiloka hugsanleg tengsl. Enginn hefur þó enn sem komið er verið handtekinn.

Tuttugu og þriggja ára transkona, Muhlaysia Booker, var skotin til bana í Dallas á laugardag. Þá var aðeins liðinn einn mánuður frá því að myndband náðist af því þegar ráðist var á hana og henni veittir miklir líkamlegir áverkar. Fyrsta árásin var framin í október síðastliðinum en líkt og í tilfelli Booker var fórnarlambið skotið til bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk dvalarheimilis aldraðra gerði opinskátt grín að kynlífsiðkun tveggja íbúa

Starfsfólk dvalarheimilis aldraðra gerði opinskátt grín að kynlífsiðkun tveggja íbúa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerðu merka uppgötvun 1978 – Nú liggur ótrúleg niðurstaða vísindamanna fyrir

Gerðu merka uppgötvun 1978 – Nú liggur ótrúleg niðurstaða vísindamanna fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnungur bjórsali lék á lögregluna – Hefur aukið viðskipti sín umtalsvert

Barnungur bjórsali lék á lögregluna – Hefur aukið viðskipti sín umtalsvert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breytt samsetning hælisleitenda í Evrópu

Breytt samsetning hælisleitenda í Evrópu
Fyrir 4 dögum

Fjör við Laxá í Leirársveit

Fjör við Laxá í Leirársveit
Fyrir 4 dögum

Veiðistöng og afli gerður upptækur

Veiðistöng og afli gerður upptækur