fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

16 ára dóttir þeirra hvarf sporlaust fyrir sjö mánuðum – Enginn virðist vita hvað varð um hana

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö mánuðir eru nú liðnir síðan sextán ára stúlka, Karlie Guse, hvarf að því er virðist sporlaust frá heimili sínu við ríkismörk Kaliforníu og Nevada. Málið kom upp um svipað leyti og önnur ung stúlka, Jayme Closs, var numin á brott af heimili sínu og foreldrar hennar myrtir.

Foreldrar Karlie hafa nú komið fram í bandarískum fjölmiðlum í þeirri von að einhver geti varpað ljósi á hvarfið sem er öllum mikil ráðgáta. Lítið hefur farið fyrir málinu að undanförnu en foreldrar hennar ræddu þó hvarfið í viðtali við Dr. Phil fyrir skemmstu.

Kvöldið áður en Karlie hvarf hafði hún verið með kærasta sínum og vinum þeirra. Umrætt kvöld höfðu þau reykt gras og það virðist hafa farið illa í Karlie sem byrjaði að haga sér einkennilega.

Úr varð að Melissa Guse, stjúpmóðir Karlie, sótti stúlkuna sem var hrædd og allt að því með ofsóknaræði. Þegar heim var komið ræddu Melissa og faðir KarlieZac Guse, við hana um grasreykingar og tóku samtalið upp á síma í þeim tilgangi að sýna henni síðar hvaða áhrif neyslan hafði á hana.

En þegar Melissa og Zac vöknuðu daginn eftir var Karli á bak og burt og hefur hún ekki sést síðan. Einhver vitni töldu sig hafa séð hana á gangi með fram California 6-hraðbrautinni sem liggur áleiðis til Massachusetts en leit á svæðinu hefur engan árangur borið. Enginn virðist vita hvort einhver hafi tekið hana upp í bílinn hjá sér eða hvort Karlie hafi gengið út í óbyggðir þar til hún hreinlega örmagnaðist.

„Það eru liðnir sjö mánuðir,“ segir móðir hennar, Lindsay Fairley, í samtali við Fox NewsZac hringdi í Lindsay um leið og hann áttaði sig á því að stúlkan væri horfin. Lögregla hefur kannað hvort eftirlitsmyndavélar gætu nýst við rannsókn málsins en svo er ekki. Á meðan engar nýjar upplýsingar berast er fjölskyldan algjörlega í myrkrinu.

„Ég mun aldrei gefast upp í leitinni að henni. Það er mörgum spurningum ósvarað en það veit einhver hvar hún er,“ segir Lindsay.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu