fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
Pressan

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Simms, 29 ára Bandaríkjamaður, er eftirlýstur af lögregluyfirvöldum í Connecticut í Bandaríkjunum. Þetta væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Jose hefur lofað að gefa sig fram ef Facebook-færsla lögreglu, þar sem lýst er eftir honum, fær 15 þúsund læk.

Þegar þetta er skrifað er Facebook-færslan að vísu komin með rúmlega 20 þúsund læk, en enn sem komið er hefur Jose ekki gefið sig fram.

Lögreglumaður komst í samband við Jose í gegnum Facebook og úr varð að þeir gerðu með sér samkomulag. Jose sagðist ætla að koma á lögreglustöðina ef Facebook-færslan fengi 20 þúsund læk en lögreglumaðurinn vildi að hann kæmi ef færslan fengi 10 þúsund læk. Þeir ákváðu að fara milliveginn.

Jose er eftirlýstur vegna nokkurra brota, meðal annars vegna óspekta á almannafæri, en hann mætti ekki þegar mál hans átti að fara fyrir dóm á dögunum. Talið er að hann haldi sig í New York.

Málið hefur vakið nokkra athygli og sitt sýnist hverjum um þá aðferð lögreglu að gera beiðni Simms opinbera. Þannig segir Maki Haberfeld, sérfræðingur í siðfræði við John Jay College of Criminal Justice, að Simms sé ósköp einfaldlega að spila með lögreglu og fjölmiðla. Lögreglan eigi ekki að semja eins og þarna var gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?
Pressan
Í gær

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir
Pressan
Í gær

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi