fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
Pressan

Stefnumót með þessum náunga endaði á að kosta hana milljónir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir þekkja það eflaust að hafa farið á stefnumót sem ekki gekk að óskum af einhverjum ástæðum. En þú getur væntanlega þakkað fyrir að hafa ekki farið á stefnumót með hinum 35 ára John Martin Hill. Kona ein endaði á að tapa milljónum eftir að hafa komist í kynni við hann.

Forsaga málsins er sú að John hafði skráð sig á stefnumótavefinn Match.com. Þar hitti hann umrædda konu sem hefur mögulega talið að þarna væri draumaprinsinn loksins kominn.

Í frétt NBC News kemur fram að John hafi sannfært konuna, sem búsett er í Alpharetta í Georgíuríki, um að hann væri milljónamæringur. Ekki var liðin vika þar til John hafði bað hana að giftast sér og eins og í sönnu ástarævintýri sagði hún já.

Það var þá sem konan lenti í kröppum dansi og John byrjaði að svíkja af henni fé. Hann sannfærði hana um að millifæra 80 þúsund Bandaríkjadali, tæpar tíu milljónir króna, þar sem John hugðist kaupa hús og húsgögn svo þau gætu búið saman undir sama þaki.

Þegar konan hafði millifært peningana á reikninginn sleit hann öllum samskiptum við konuna; svaraði ekki lengur í síma og ekki heldur tölvupóstum eða skilaboðum.

Það var ekki fyrr en lögregla birti mynd af John að hjólin fóru að snúast við rannsókn málsins. Þá stigu fjölmargar fram og sögðust ýmist vera – eða hafa verið – í sambandi við umræddan mann. Á endanum fannst John á hóteli Marriott-keðjunnar og reyndi hann að fela sig undir borði í ráðstefnuherbergi þegar hann varð var við lögregluna.

Málið þykir allt hið undarlegasta en John þessi er, að sögn lögreglu, búsettur í Duluth í Georgíuríki þar sem hann á eiginkonu og barn. Hann er sagður hafa notast áður við nafnið Gregory Hill og stundað sömu iðju undir því nafni.

John er nú á bak við lás og slá og gæti átt þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?
Pressan
Í gær

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir
Pressan
Í gær

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi