fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Stórleikarinn Geoffrey Rush fær milljónir í bætur

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski leikarinn Geoffrey Rush fær 360 milljónir í bætur frá Daily Telegraph í Ástralíu vegna fréttaflutnings um meinta óviðeigandi hegðun hans í garð samleikara.

Sjá einnig: Stórleikari miður sín eftir umfjöllun: Borðar ekki og fer varla út úr húsi

Samkomulag lögmanna Rush og lögmanna útgáfufélags Daily Telegraph hafa komist að samkomulagi um þetta. Áður hafði Rush boðið félaginu að greiða sex milljónir króna og að hann fengi afsökunarbeiðni. Því boði var hafnað.

Árið 2017 fjallaði blaðið ítarlega um leikarann og meinta óviðeigandi hegðun hans meðan á sýningum Lér konungs stóð yfir. Var hann til dæmis sagður hafa káfað á samleikkonu sinni, Eryn Jean Norvill. Sjálfur þvertók Rush fyrir að hafa gert eitthvað óeðlilegt.

Geoffrey Rush á að baki farsælan feril í leiklistinni og vann hann til að mynda til Óskarsverðlauna sem besti leikarinn í aðahlutverki fyrir myndina Shine árið 1997. Þá hefur hann þrisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, síðast árið 2011 fyrir aukahlutverk í myndinni The King‘s Speech.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu