fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |
Pressan

Er hamingjusaman hóran fundin?- „Ég er ekki fórnarlamb“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Little er 27 ára gömul kona frá Írlandi. Hún flutti ung til Bandaríkjanna þar sem hún starfar í dag sem kynlífsþjónn á löglegu vændishúsi. Hún segir starfið gefa sér mikið, hún sé ekki fórnalamb aðstæðna heldur hafi hún valið sér þetta starf og geti ekki ímyndað sér að gera neitt annað.

Alice starfar á vændishúsinu, Moonlight Bunny Ranch, skammt frá Nevada. Þar hefur hún starfað síðan 2016. Upphaflega ætlaði hún aðeins að vinna þar í nokkra mánuði, en svo féll hún fyrir starfinu og hefur dvalið þar síðan.  Hún sérhæfir sig í svonefndri meðferðar-kynlífsþjónustu og segist aðstoða kúnna sína með ýmis  vandamál.

„Það er ekkert jafn gefandi og að vinna á löglegu hóruhúsi. Þetta hentar mér fullkomlega.“

„Ég er sérfræðingur og með mér  lærir þú hvernig hýðingar, flengingar, bindingar, hlutverkaleikir, drottnun og fleira geta blásið nýju lífi í kynlífið þitt.“

Alice sinnir ekki bara einstaklingum heldur einnig pörum sem hún segir leita til hennar til að glæða nýju lífi í samlífið. Hún kennir pörum að eiga heilbrigð og opin samskipti, að prufa nýja hluti og veitir þeim vettvang þar sem þau geta látið reyna á nýja hluti í öryggu umhverfi og undir leiðsögn fagaðila.

Einstaklinga aðstoðar hún með ýmis vandamál á borð við risvandamál og einnig við að auka sjálfstraust þeirra þegar kemur að kynlífi. Til hennar hafa til að mynda leitað einstaklingar sem finna fyrir mikilli skömm fyrir að hafa ekki stundað kynlíf. Svo kennir hún einnig nýja tækni og bíður upp á BDSM tíma.

Alice tekur það skýrt fram að hún sé ekkert fórnarlamb.

„Ég er bæði vel menntuð og vel máli farin. Ég er ekki fórnalamb einhverra erfiðra félagslegra aðstæðna. Ég hafði marga möguleika í lífinu en kaus að gerast vændiskona, já viljandi. Þrátt fyrir að vændi sé talið skammarlegt elska ég vinnuna mína. Ég hjálpa fólki að ná betri tengslum og meiri nánd. Allar konurnar sem ég starfa með eru verktakar. Það felur í sér að við ákveðum sjálfar hvaða þjónustu við bjóðum upp, hvernig við verðleggjum okkar og hvort og hvers vegna við segjum nei.“

„Ég vli meina að ég sé hæst launaði kynlífslþjón Bandaríkjanna í heimsins elstu starfsgrein. Þá er ég að vísa til þess að ég þéna mun meira en nokkur önnur vændiskona á löglegu vændishúsi.“

Alice þénar um milljón dollara á ári en það nemur um 126 milljónum íslenskra króna.

„Mér finnst að pör ættu að leita til löglegs kynlífsþjóns þegar sambönd þeirra þurfa finstillingu. Þetta er bara sambærilegt við að fara með bíl á verkstæði  þegar hann þarf viðgerð. Ég dýrka að vinna með pörum út af þessari tengingu sem þegar til staðar á milli þeirra. Það er svo áskorunin fyrir mig að finna hvort og með hvaða hætti ég passa inn í þá jöfnu og hvernig ég get stuðlað að betra sambandi.“

„Starfið mitt er að bæta heilbrgið og opin samskipti. Það er grundvöllurinn fyrir jákvæðum breytingum og getur hreinlega bjargað samböndum sem eru komin í vanda eða gert góð sambönd enn betri.“

Frétt The Daily Mail

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fáni Íslamska ríkisins dreginn að húni í alræmdum sýrlenskum flóttamannabúðum

Fáni Íslamska ríkisins dreginn að húni í alræmdum sýrlenskum flóttamannabúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg kenning um mítla – Getur þetta virkilega verið rétt?

Ótrúleg kenning um mítla – Getur þetta virkilega verið rétt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk dvalarheimilis aldraðra gerði opinskátt grín að kynlífsiðkun tveggja íbúa

Starfsfólk dvalarheimilis aldraðra gerði opinskátt grín að kynlífsiðkun tveggja íbúa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deildi heimili með líki móður sinnar í þrjú ár

Deildi heimili með líki móður sinnar í þrjú ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnungur bjórsali lék á lögregluna – Hefur aukið viðskipti sín umtalsvert

Barnungur bjórsali lék á lögregluna – Hefur aukið viðskipti sín umtalsvert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spáð djúpri efnahagskreppu ef Bretland gengur út án samnings

Spáð djúpri efnahagskreppu ef Bretland gengur út án samnings
Fyrir 4 dögum

Fjör við Laxá í Leirársveit

Fjör við Laxá í Leirársveit