fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Farþegar trúðu ekki eigin augum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að farþegar um borð í vél Spirit Airlines-flugfélagsins í Bandaríkjunum hafi rekið upp stór augu þegar farþegi um borð tók upp á því að kveikja sér í sígarettu í miðju flugi.

Ekki þarf að fjölyrða um það að það er stranglega bannað að reykja í farþegaflugi þó einhverjir hafi tekið upp á því að fara inn á salerni flugvéla til að kveikja í sígarettu.

En þessi tiltekni farþegi skammaðist sín ekkert þegar hann kveikti sér í sígarettu þar sem hann lét fara vel um sig í sætinu sínu. Vélin sem um ræðir var á leið til Minnesota og voru aðrir farþegar ekki lengi að láta starfsfólk vélarinnar vita.

Maðurinn var handtekinn þegar vélin lenti en óvíst er hvaða refsing bíður hans. Ströng viðurlög eru jafnan við því að láta ófriðlega um borð í flugvélum og gæti þessi gjörningur mannsins dregið dilk á eftir sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af