fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |
Pressan

Lést eftir 35 ár í einangrun

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 06:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Silverstein, 67 ára fangi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir morð, lést á bak við lás og slá. Mál Silverstein hefur reglulega skotið upp kollinum í umræðu um fangelsismál í Bandaríkjunum því hann var hvorki meira né minna en 35 ár í einangrun.

Silverstein var fyrst stungið í steininn árið 1978 fyrir vopnað rán. Innan veggja fangelsisins gekk Silverstein af göflunum þegar hann drap tvo samfanga sína og fangaverði. Árið 1983 var hann settur í einangrun þar sem hann var meira og minna þar til hann lést.

Í frétt CNN kemur fram að Silverstein hafi afplánað í nokkrum fangelsum, þar á meðal Leavenworh í Kansas og San Quentin í Kaliforníu. Í Atlanta var honum haldið í litlum gluggalausum klefa neðanjarðar og var ljós í klefanum allan sólarhringinn. Þá var fylgst með honum á eftirlitsmyndavélum allan tímann. Nú síðast afplánaði hann í Supermax-fangelsinu í Colorado.

Silverstein stefndi fangelsisyfirvöldum árið 2007 þar sem hann taldi að einangrunarvistin bryti í bága við lög. Niðurstaða fékkst loks í málið árið 2014 þegar dómstóll mat það sem að einangrun í 30 ár bryti ekki gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil aukning í ávísunum danskra lækna á kannabis

Mikil aukning í ávísunum danskra lækna á kannabis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast að of seint sé að grípa til aðgerða

Óttast að of seint sé að grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdur fyrir nauðgun af gáleysi

Dæmdur fyrir nauðgun af gáleysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartnæmt bréf frá móður til dóttur – Þetta ættu allir að lesa

Hjartnæmt bréf frá móður til dóttur – Þetta ættu allir að lesa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki