fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Svimandi háa upphæðin sem Harvey Weinstein er sagður hafa greitt í bætur

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og lögmenn hans hafa setið sveittir undanfarin misseri og freistað þess að semja við þær fjölmörgu konur sem sakað hafa Weinstein um kynferðisbrot.

Nafn Weinstein er jafnan beintengt umræðunni um MeToo-byltinguna enda stigu fjölmargar konur fram árið 2017 og lýstu ömurlegri framkomu hans í þeirra garð.

Wall Street Journal greinir frá því –  og hefur eftir heimildarmönnum – að Weinstein hafi nú þegar samþykkt að greiða 44 milljónir dala gegn því að fórnarlömbin falli frá frekari málarekstri. 44 milljónir dala jafngilda 5,4 milljörðum króna en inni í þessari tölu er lögfræðikostnaður málsaðila.

Ekki liggur fyrir hvort samkomulagið feli í sér að Weinstein játi að hafa gerst brotlegur.

Þó að Weinstein geri ofangreint samkomulag kemur það ekki í veg fyrir málarekstur ákæruvaldsins gegn honum í New York vegna kynferðisbrota. Réttarhöldin eiga að byrja þann 9. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu