fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Breytt staða á Evrópuþinginu – Evrópusinnar vörðu stöðu sína en valdahlutföllin á þinginu eru breytt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. maí 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosið var til Evrópuþingsins, þings Evrópusambandsins, í aðildarríkjum undanfarna daga. Úrslitin voru síðan kynnt í gærkvöldi og nótt. Lengi hefur reynst erfitt að fá kjósendur til að mæta á kjörstað og sýna ESB áhuga en í gær snerist þessi þróun við og var kjörsókn rúmlega 50 prósent í aðildarríkjum sambandsins. Þetta er mesta kjörsókn í 20 ár og mikill viðsnúningur frá 2014 þegar kjörsóknin var um 43 prósent. 426 milljónir manna voru á kjörskrá.

Það er ljóst að nú breytist staðan á Evrópuþinginu. Hinir hefðbundnu flokkar töpuðu fylgi en flokkar græningja og þjóðernissinnaðra íhaldsmanna sóttu í sig veðrið. Það er þó hægt að segja að hinir hefðbundnu flokkar hafi náð að verja stöðu sína þrátt fyrir að hafa tapað fylgi en þó er ljóst að valdahlutföllin á þinginu eru breytt.

Erfitt er að segja af hverju kjörsóknin jókst nú en ekki er ólíklegt að Brexit-öngþveitið, „America First“ stefna Donald Trump, loftslags- og umhverfismál og málefni flóttamanna og innflytjenda hafi dregið kjósendur á kjörstað. Allt eru þetta mál þar sem ESB er í lykilhlutverki.

Miðað við talningu atkvæða í 22 aðildarríkjum og útgönguspár í 6 ríkjum þá voru það flokkarnir á sitthvorum væng stjórnmálanna sem nutu góðs af aukinni kjörsókn en hefðbundnu flokkar mun síður.

Stóru hefðbundnu flokkarnir, jafnaðarflokkar, íhaldsflokkar, miðjuflokkar og kristilegir flokkar, fengu í raun slæma kosningu en náðu samt að verja stöðu sína að ákveðnu leyti. Grænir vinstri flokkar fengu góða kosningu og þjóðernissinnaðir efasemdarmenn um ágæti ESB fengu mjög góða kosningu.

Flokkar, sem eru hlynntir Evrópusamstarfi og ESB, náðu að halda þeim meirihluta sem þeir hafa haft á Evrópuþinginu eða um tveimur þriðju hlutum þingsæta. En tvö stærstu bandalögin á þinginu, íhaldsmenn í EPP og jafnaðarmenn í S&D, töpuðu í fyrsta sinn meirihluta sínum og verða því að leita út fyrir þessi tvö bandalög um samstarf til að tryggja sér meirihluta á þinginu. Græningjar sóttu á og þá sérstaklega í Finnlandi, Þýskalandi, Portúgal og Frakklandi. Bandalag frjálslyndra, Alde, styrkti einnig stöðu sína og þá aðallega vegna þess að Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, ákvað að flokkur hans muni ganga í bandalagið á Evrópuþinginu. En gott gengi frjálslyndra þýðir ekki endilega að bandalag íhaldssamra þjóðernisflokka, sem eru gagnrýnir á stefnuna í málefnum flóttamanna og innflytjenda, komist til mikilla áhrifa á Evrópuþinginu. Það gæti orðið á brattann að sækja fyrir þá að verða það afl á Evrópuþinginu sem þá dreymir um, afl sem getur komið í veg fyrir frekara Evrópusamstarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri
Pressan
Í gær

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði
Pressan
Í gær

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum