fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Henni var nauðgað í æsku: Á sunnudag fékk hún aðstoð við að deyja, 17 ára gömul

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 4. júní 2019 16:30

Andlát Noa Potthoven kom mikilli umræðu af stað í Hollandi um dánaraðstoð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára stúlka sem varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku dó líknardauða á heimili sínu í borginni Haag í Hollandi á sunnudag. Stúlkan, Noa Pothoven, hafði glímt við áfallastreitu, þunglyndi og anorexíu um margra ára skeið og taldi hún ekki sjá neinn hag í því að lifa áfram.

Noa skrifaði ævisögu sína árið 2018, Winnen of Leren, þar sem hún lýsti reynslu sinni og baráttunni við andleg veikindi eftir kynferðisofbeldið sem hún var beitt. Þá deildi hún á hollensk heilbrigðisyfirvöld og meinta vangetu þeirra til að takast á við andleg veikindi ungs fólks.

Noa skrifaði hjartnæma færslu á Instagram á laugardag þar sem hún greindi opinberlega frá þeirri ákvörðun sinni að deyja. Hún sagði að eflaust kæmi ákvörðun hennar mörgum í opna skjöldu, en hún hefði verið búin að ígrunda hana vel og lengi. Þetta væri ákvörðun sem ekki væri hægt að taka í flýti. Hún sagðist vera hætt að borða og drekka og þá sagði hún að þjáningin væri óbærileg.

Í færslu sinni sagði hún einnig að hún hefði ekki haft þá tilfinningu lengi að hún væri að lifa lífinu, miklu frekar væri tilfinningin sú að hún væri bara á lífi, drægi það fram frá degi til dags.

Líknardráp eru lögleg í Hollandi en þeir sem hyggjast gangast undir þau þurfa að uppfylla ströng skilyrði.

6.585 einstaklingar létust í Hollandi með þessum hætti árið 2017, eða 4,4 prósent allra þeirra sem létust það ár.

Uppfært 5. júní 2019 klukkan 20.43:

Hollenski héraðsmiðillinn Gelderlander segir frá því að stúlkunni hafi verið neitað um líknardráp og hafi svelt sig í hel á heimili sínu á sunnudag. Fjölmiðlar á borð við Independent, Washington Post og The Sun hafa flutt fréttir af meintu líknardrápi, sem nú hefur komið á daginn að samræmdist ekki sannleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump