fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Barnaníðingar vanaðir áður en þeir fara úr fangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt umdeilt lagafrumvarp þess efnis að dæmdir barnaníðingar gangist undir lyfjameðferð, sem hefur það markmið að vana þá eða gelda, áður en þeir fara úr fangelsi. Frumvarpið bíður aðeins undirskriftar ríkisstjórans, Kay Ivey.

Frumvarpið tekur til þeirra sem brotið hafa gegn börnum sem eru þrettán ára eða yngri og verður lyfjameðferðin skilyrði fyrir því að fá reynslulausn. Brotamenn sem gangast undir meðferðina mega ekki vera yngri en 21 árs samkvæmt sama frumvarpi.

Í frumvarpinu er kveðið á um að þeir sem gangist undir meðferðina fái meðal annars hormónið medroxýprógesterón sem er kvenhormón. Það dregur úr, bælir eða stöðvar framleiðslu á testósteróni í líkamanum, að því er fram kemur í frétt Newsweek. Hafa ber í huga að hér er aðeins átt við vönun með lyfjameðferð en ekki með skurðaðgerð.

Vönun með lyfjameðferð var fyrst leyfð í Kaliforníu árið 1996 og notuð í sama tilgangi og nú stendur til að gera í Alabama. Önnur ríki sem hafa leyft þetta eru til að mynda Flórída og Texas, þó óvíst sé hversu oft meðferðinni sé beitt, að því er segir í frétt Newsweek.

Sitt sýnist hverjum um frumvarpið en einn þeirra sem er mótfallinn því er lögfræðingurinn Raymond Johnson. Hann segist ekki efast um að látið verði reyna á lögmæti laganna gagnvart ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar. Í henni er meðal annars kveðið á um bann við ómannúðlegum eða óvenjulegum refsingum. Þarna sé um að ræða einstaklinga sem lokið hafa – eða eru við það að ljúka – afplánun sinna dóma.

Steve Hurst, þingmaður Repúblikana og sá sem lagði frumvarpið fram, segir aftur á móti að refsingin eigi að hæfa glæpnum. Um sé að ræða einstaklinga sem hafa brotið gegn börnum og börnin beri ör af brotunum það sem eftir er. Óvíst er hvort Ivey skrifi undir frumvarpið en geri hún það tekur það gildi þremur mánuðum eftir undirskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump