fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Einn skotinn í Malmö í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 07:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var skotinn í Malmö í Svíþjóð í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um skothríð nærri Tringeln í miðborginni klukkan 00.21. Þar fundu lögreglumenn særðan mann og var hann fluttur á sjúkrahús.

Expressen segir að lögreglan hafi ekki enn skýrt frá alvarleika meiðsla mannsins eða veitt nánari upplýsingar um atburðarásina. Rannsókn hefur staðið yfir í alla nótt, bæði vettvangsrannsókn og yfirheyrslur yfir vitnum. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af