fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

FBI sviptir hulunni af rannsóknargögnum um Stórafót

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 18:00

Er skýringin fundin?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, svipti í gær hulunni af rannsóknargögnum um Stórafót (e. Bigfoot), goðsagnakennda skepnu sem sögð var hafast við í óbyggðum Oregon og nágrennis í Bandaríkjunum.

Fréttir og umræður um skepnuna voru áberandi á áttunda áratug síðustu aldar og rannsakaði bandaríska alríkislögreglan málið á árunum 1976 til 1977.

Stórifótur var sagður vera einskonar blanda af ógnarstórum manni og apa; þeir sem sögðust hafa séð hann sögðu hann kafloðinn og að hann gengi uppréttur. Þá var fullyrt að spor hefðu fundist eftir skepnuna og eru til myndir sem eiga að sýna meint fótspor. Vart þarf að taka fram að engar vísindalegar sannanir eru til fyrir tilvist Stórafóts þó til séu þeir sem trúa því að hann sé til – eða hafi verið til.

Skjölin sem FBI svipti hulunni af eru 22 talsins og snúast þau að mestu um samskipti FBI við Bigfoot-upplýsingamiðstöðina í Oregon á árunum 1976 til 1977. Í þeim er meðal annars greint frá niðurstöðum rannsóknar á hársýni sem fannst á þeim sem slóðum sem Stórifótur átti að hafa sést á.

Peter Byrne, forsvarsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar, safnaði sýnunum og sendi þau til FBI til rannsóknar. Jay Corchran, fulltrúi FBI, féllst á að skoða hársýnin en niðurstaðan var sú að líklega var um ræða hár úr hjartardýri. Hárin voru send aftur til Byrne og fljótlega eftir þetta lokaði FBI rannsókn sinni.

Áhugamenn um Stórafót hafa lengi freistað þess að færa sönnur á tilvist hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?