fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Níu ára stúlka fannst myrt árið 1993: Nú hefur alræmdur barnaníðingur verið handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. nóvember árið 1993 sást hin níu ára gamla Angie Housman síðast á lífi. Þennan örlagaríka dag tók hún skólarútuna áleiðis heim eins og venjulega í úthverfi St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum. En Angie skilaði sér aldrei alla leið og níu dögum síðar fannst lík hennar í kjarrlendi nokkuð frá heimili hennar.

Lögregla rannsakaði málið í þaula og við rannsóknina kom í ljós að Angie hafði verið misnotuð áður en henni var ráðinn bani. Lífsýni voru tekin á vettvangi og nú, um aldarfjórðungi síðar, hefur lögregla loks haft hendur í hári hins grunaði.

Tim Lohmar, saksóknari í St. Charles-sýslu, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að dæmdur barnaníðingur, Earl Webster Cox, hefði nú verið ákærður vegna morðsins á stúlkunni. Eearl þessi hefur setið á bak við lás og slá síðustu ár. Eftir að hafa skoðað lífsýni sem fannst á líki Angie og borið það saman við lífsýni í gagnabanka lögreglu kom í ljós að það var úr umræddum manni.

Cox, sem er 61 árs, virðist vera haldinn ólæknandi barnagirnd. Árið 1982 var hann rekinn úr bandaríska hernum eftir að hafa brotið gegn fjórum stúlkum á herstöð í Þýskalandi. Í janúar 2003 var hann gómaður af lögreglu í tálbeituaðgerð, en þá taldi hann sig vera að fara hitta fjórtán ára stúlku í þeim tilgangi að hafa mök við hana.

Það mál vatt aldeilis upp á sig, því við húsleit á heimili hans fundust 45 þúsund myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Kom í ljós að Cox var leiðtogi í alþjóðlegum hring barnaníðinga sem meðal annars skiptust á myndum. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi en hefur engu að síður setið í fangelsi frá 2003 þar sem lögregla telur of miklar líkur á að hann brjóti af sér að nýju verði honum sleppt.

Morðið Angie var sérlega hrottafengið, ekki síst í ljósi þess að hún virðist hafa kvalist lengi áður en hún lést. Þannig taldi lögregla að hún hefði látist aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún fannst. Cox hafi því haldið henni í tæpa níu daga þar sem hann braut gegn henni og misnotaði.

Í frétt AP kemur fram að Cox hafi átt heima skammt frá Angie á þessum tíma, en þó í öðru úthverfi. Ekki kemur fram hvort Cox hafi játað eða neitað sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af