fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ömurleg staða í Los Angeles

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2019 08:46

Alvin Decena/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að 619 milljónum dala, eða 77 milljörðum króna, hafi verið varið í baráttuna til að fækka heimilislausum í Los Angeles á síðasta ári virðist staðan aðeins hafa versnað.

Los Angeles Times fjallar um þetta og greinir frá því að heimilislausum í Los Angeles-sýslu hafi fjölgað um 12 prósent á liðnu ári frá árinu 2017. Heimilislausir í sýslunni eru nú 59 þúsund, en þetta eru einstaklingar sem til dæmis hafast við á götunni, í bílum eða í athvörfum fyrir heimilislausa. Fjöldi heimilislausra í sjálfri borginni er nú 36.300 og hefur þeim fjölgað um 16 prósent á milli ára.

„Þetta eru hamfarir af epískri stærðargráðu,“ hefur breska blaðið Guardian eftir Andy Bales, stjórnarformanni Union Rescue Mission, samtökum sem láta sig málefni heimilislausra varða.

Athygli vekur að staða þeldökkra íbúa virðist vera sérstaklega slæm. Þeldökkir íbúar eru aðeins átta prósent íbúa í Los Angeles-sýslu, en samt sem áður þriðjungur þeirra sem eru heimilislausir.

Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, segir að ört hækkandi húsnæðis- og leiguverði í borginni sé að stóru leyti um að kenna. Ofan í það komi sú staðreynd að of lítil áhersla hafi í gegnum tíðina verið lögð á að veita efnalitlum einstaklingum tækifæri til að komast á húsnæðismarkaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk