fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Þessir ótrúlegu steingervingar valda vísindamönnum miklum heilabrotum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 21:00

Steingervingarnir sem um ræðir. Mynd:Nobuaki Mizumoto / Proceedings of the Royal Society B

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað varð til þess að heil fiskitorfa drapst fyrir 50 milljón árum á meðan allir fiskarnir syntu í sömu átt? Þetta er spurningin sem vísindamenn við Arizona State háskólann í Bandaríkjunum reyna að svara í nýrri rannsókn.

The Atlantic skýrir frá þessu. Steingervingar fiskanna, sem eru á myndinni sem fylgir þessari frétt, voru til sýnir á risaeðlusafni í Katsuyama í Japan en þar rakst Nobuaki Mizumoto, hjá Arizona State háskólanum, á þá.

Það sem gerir þessa steingervina svo merkilega er að allir fiskarnir voru að synda í sömu átt þegar þeir drápust. Aðrir steingervingar af fiskitorfum eru öðruvísi því í þeim eru fiskarnir að synda í allar áttir.

Mizumoto og teymi hans telja ekki útilokað að skyndilegt sandhrun hafi drepið fiskana og séð til þess að þeir varðveittust sem steingervingar. En þetta er þó ekki vitað með vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af