fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Þýskur sirkus fer nýjar leiðir til að fara ekki illa með dýr – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski sirkusinn Roncalli var stofnaður 1976 og hefur starfað síðan. Nú hafa stjórnendur hans ákveðið að fara nýjar leiðir til að hlífa dýrum og koma í veg fyrir misþyrmingar á þeim. Í stað dýra notast sirkusinn nú við heilmyndir.

Sirkusstjórinn segir að í flestum sirkusum heims nú til dags séu flest atriðin framkvæmd af listamönnum og trúðum en ekki dýrum og því hafi sirkusinn ákveðið að hætta að nota dýr á sýningum sínum. Nú sé áherslan á listræn atriði og fimleikaatriði.

Gestir sirkussins fá því nú að njóta óvenjulegrar dýrasýningar þar sem heilmyndir eru notaðar. Jan Creamer, forseti Animal Defenders Internation, segir að þetta sé framtíðin í sirkusum heimsins. Atriði sem allir geti notið án þess að dýrum sé misboðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af