fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína kemur Víetnam vel – Græða á tá og fingri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 22:00

Vung Tau í Víetnam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, sem er háð með tollum á vörur frá löndunum, hafa framleiðendur í þeim þurft að leita nýrra birgja. Þetta hefur komið sér vel fyrir Víetnam en bæði kínversk og bandarísk fyrirtæki hafa leitað þangað í miklum mæli til að kaupa þær vörur sem þau þurfa.

Verg þjóðarframleiðsla landsins hefur aukist um 7,9 prósent af þessum sökum segir í frétt CNBC. En fleiri ríki hafa einnig notið góðs af viðskiptastríðinu, þar á meðal Taívan, Chile, Malasía, Argentína og Hong Kong. Útflytjendur í Víetnam og Taívan hafa aðallega selt vörur til Bandaríkjanna en í hinum ríkjunum beinist salan aðallega til Kína.

Meðal þess sem bandarísk fyrirtæki hafa verið á höttunum eftir eru aukahlutir fyrir farsíma, varahlutir í skrifstofubúnað, tölvubúnaður og húsgögn. Kínverjar hafa hins vegar mest verið á höttunum eftir sojabaunum, flugvélum, hveiti og ullarvörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær veiði í Eystri Rangá

Frábær veiði í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn

Setti tveggja ára son sinn í rúmið að kvöldi: Morguninn eftir var hann horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára