fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

23 fermetra tveggja hæða íbúð á 42 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 22:00

Plássið er vel nýtt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

42 milljónir fyrir 23 fermetra tveggja hæða íbúð er ansi gott fermetraverð auk þess sem það eru nú ekki margir fermetrar á hvorri hæð. Privatmeglerne í Osló eru nú með þessa íbúð til sölu en ásett verð hennar er um 3 milljónir norskra króna en það svarar til um 42 milljóna íslenskra króna.

Íbúðin er í húsi sem var áður hesthús en var tekið í gegn og breytt í íbúðarhúsnæði á þessu ári. Það er óhætt að segja að hönnuðum hennar hafi tekist að finna leiðir til að nýta hvern fermetra til fulls og eiginlega rúmlega það. TV2 skýrir frá þessu.

Rúmið er undir stiganum og það er hægt að draga það út og ýta aftur inn þegar það er ekki í notkun. Þannig losnar um gólfpláss. Þá nýtist rúmið einnig sem sófi þegar búið er að ýta því inn. Undir því eru síðan skúffur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af