fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Af hverju láta Bandaríkjamenn draga klærnar af köttum sínum?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum ætla að banna kattaeigendum að láta draga klærnar af köttum sínum. Framvegis má aðeins gera það ef dýralæknir telur það nauðsynlegt vegna heilsu kattarins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, á enn eftir að skrifa undir lögin og staðfesta.

Það mun vera mjög algengt í Bandaríkjunum að fólk láti draga klærnar af köttum sínum en í því felst að hluti af beininu, sem tengir nöglina við fótinn, er skorinn af. Gagnrýnendur segja þetta vera „villimannslegt og ómannúðlegt“.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að víða um heim sé þetta ólöglegt, þar á meðal í mörgum Evrópuríkjum, Brasilíu, Ísrael, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

En af hverju er þetta svona algengt í Bandaríkjunum? BBC hefur eftir Sarah Endersby, dýralækni, að stundum sé nauðsynlegt að gera þetta, til dæmis ef köttur er með sýkingu í nöglinni. Margir láti gera þetta til að kettirnir klóri ekki húsgögn. Hún benti einnig á að í Bandaríkjunum sé mjög algengt að kettir séu alltaf innandyra ólíkt því sem er í Evrópu.

Niðurstöður nokkurra rannsókna benda til að þetta hafi verið gert við 20 til 25% bandarískra katta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca
Pressan
Í gær

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom
Pressan
Í gær

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt