fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Dularfull veikindi herja á íbúa í Askøy í Noregi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að dauði eins árs barns í bænum Askøy í Hörðalandi í Noregi megi rekja til mengunar í vatnsbóli bæjarins. Átján bæjarbúar hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna gruns um sýkingu, þar af eru átta börn.

Þá var greint frá því eftir hádegi í dag að fleiri einstaklingar bæru einkenni sýkingar, þar á meðal tugir barna í barnaskólanum í Askøy. Niðurstöður rannsóknar í gær leiddu í ljós að E-coli-baktería fannst í drykkjarbóli við bæinn en óvíst er hvort hún sé sökudólgurinn.

Í frétt VG í Noregi kemur fram að rannsókn á málinu standi yfir og hvort dauði barnsins megi rekja til mengunarinnar í vatnsbólinu. Barnið, drengur, lést á sjúkrahúsi á miðvikudag.

„Við munum rannsaka þetta en að svo stöddu þá getum við ekki fullyrt að tengsl séu á milli,“ segir Thomas Hetland, sérfræðingur í smitsjúkdómavörnum, í samtali við VG.

Bengt Åge Borge, yfirmaður á heilbrigðissviði bæjarins, segir ólíklegt að  E-coli-bakterían sem slík hafi valdið veikindunum. Líftími hennar í vatni sé mjög stuttur. Mögulega sé eitthvað annað sem hafi valdið veikindunum. Hann ítrekar þó að þetta séu aðeins getgátur enda málið enn í rannsókn.

Eitt helsta einkenni E-coli-sýkingar er niðurgangur, kviðverkir og uppköst. Sjúklingar geta fengið hita en einkennin ganga vanalega yfir á 5 til 7 dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af